Kolefnisspor er reikningur á heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur veldur. Þessi könnun er hluti af verkefninu Norrænir lífshættir samþýðanlegir með 1,5 gráðu; viðhorf, lífstíll og kolefnisspor sem er fjármagnað af Rannsóknarmiðstöð Íslands (Rannís). Upplýsingar verða eingöngu notaðar í rannsóknum án hagnaðarskyns og verða hvorki seldar né birtar í öðrum tilgangi. Einstök svör verða hvorki birt né gefin þriðja aðila.
Taktu könnunina til að komast að því hvert kolefnissporið þitt er. Berðu niðurstöðurnar saman við aðra og deildu kolefnissporinu þínu á Facebook ef þú vilt!
Þú færð tillögur að lokinni könnunninni um hvernig þú getur minnkað kolefnissporið þitt!
Ef þú vilt, þá getur þú líka tekið þátt í enn ítarlegri eftirfylgnikönnun í næsta rannsóknarfasa, aðstoðað við vísindalega rannsókn og lært enn meir um kolefnissporið þitt!
Í næsta rannsóknarfasa er softGIS aðferð kynnt til leiks, sem notast við rafræna dagbók til að fanga lífstíla og neysluvenjur þátttakenda. Þessi seinni hluti könnunarinnar sem notar dagbók er lengri og gefur bæði þátttakendum og rannsakendum ítarlegri upplýsingar um kolefnissporið. Þátttaka í seinni hluta rannsóknarinnar er algjörlega valkvæð.